Innleiðingarferli aðildarfélaga BHM verður ekki lokið fyrir 1. júní 2018

Innleiðingarferli aðildarfélaga BHM verður ekki lokið fyrir 1. júní 2018

05/14/2018

Í kjarasamningum við aðildarfélög BHM sem samþykktu innleiðingu starfsmats vorið 2016, var gert ráð fyrir því að starfsmatsniðurstöður yrðu tilbúnar 1. júní 2018 og að störf myndu raðast samkvæmt starfsmati í launatöflu IV.

Staðan er sú að mat á störfum samkvæmt starfsmati hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir í kjarasamningum. Ástæður þess eru m.a. þær að gengið hefur hægar en reiknað var með að safna starfslýsingum frá sveitarfélögum og spurningarlistum frá starfsmönnum.

Það liggur því fyrir að innleiðingarferli starfsmats fyrir háskólamenntaða starfsmenn aðildarfélaga BHM hjá sveitarfélögum verður ekki lokið fyrir 1. júní 2018.

Til að bregðast við þessum aðstæðum hafa samningsaðilar orðið sammála um eftirfarandi:

  • Frá 1. júní 2018 gildir bráðabirgðaröðun starfa áfram þar til starfsmatsniðurstaða og ný launaröðun liggur fyrir.
  • Launatafla fyrir bráðabirgðaröðun starfa hækkar um 3,4% frá 1. júní 2018 samkvæmt meðfylgjandi launatöflu, launatafla III-A.
  • Þrátt fyrir tafir á upptöku starfsmats mun starfsmatsniðurstaða sem leiðir til hækkunar launa, gilda frá 1. júní 2018 samkvæmt launatöflu starfsmatsfélaga.
  • Stefnt skal að því að innleiðingu starfsmats verði lokið eigi síðar en 31. desember 2018.

Allar frekari upplýsingar veita starfsmenn kjarasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.