Innleiðingarferli aðildarfélaga BHM verði klárað í lok janúar

Innleiðingarferli aðildarfélaga BHM verði klárað í lok janúar

05/14/2018

Í maí 2018 var samþykkt að fresta innleiðingu starfsmats hjá aðildarfélögum BHM til 31. desember 2018.

Frá 27. ágúst s.l. hefur Framkvæmdanefnd starfsmats fundað einu sinni í viku og samningsaðilar hafa kappkostað að ná að ljúka innleiðingarferlinu fyrir áramót.

Það þó ljóst að það mun ekki ganga eftir, þrátt fyrir góðan vilja allra aðila því þetta er tímafrek og vandasöm vinna.

Gerð hefur verið aðgerðaráætlun um framhaldsvinnu við að ljúka innleiðingarferlinu og stefnt er að því að öll störf verði samþykkt eigi síðar en í lok janúar.

Ofangreint tilkynnist hér með og rétt að taka fram að sveitarfélög verða upplýst um næstu skref í innleiðingarferlinu eftir því sem þau skýrast.

Allar frekari upplýsingar veita margret@samband.is og Berglind Eva Ólafsdóttir, berglind@samband.is