Starfsmat

Starfsmatsferlið

Starfsmaður þarf að hafa unnið að lágmarki í hálft ár í nýju starfi áður en hægt er að óska eftir starfsmati. Hægt er að óska eftir starfsmati í gegnum netfangið starfsmat@starfsmat.is . 
Ef starf hefur aldrei verið metið áður þá fer það í gegnum nýtt mat en ef starf hefur verið metið áður en breytingar hafa orðið á starfinu frá síðasta mati þá er hægt að óska eftir endurmati.  

Hér fyrir neðan má sjá skýringarmyndir sem útskýra í stuttu máli ferlið á nýju starfsmati og endurmati.