Bráðabirgðaröðun starfs
Þegar nýtt starf verður til er mjög mikilvægt að skilgreina strax í upphafi helstu kröfur, innihald og markmið starfsins í starfslýsingu. Hægt er að nálgast tillögu að formi fyrir starfslýsingu á heimasíðu starfsmatsins.
SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA:
Verkefnastofa starfsmats sér um að bráðabirgðaraða störfum fyrir sveitarfélög. Sveitarfélag sendir uppfærða starfslýsingu á Verkefnastofu sem kannar hvort útgefið starfsheiti eigi við. Þykir ljóst að ekki sé til útgefið starf sem passar býr Verkefnastofa til bráðabrigðamat fyrir sveitarfélag. Við röðun skal taka mið af starfslýsingu og hvernig öðrum svipuðum eða sambærilegum störfum hefur verið raðað skv. starfsmatinu. Hægt er að skoða starfsmatsröðun mismunandi starfahópa Sambandsins á heimasíðu starfsmatsins.
REYKJAVÍKURBORG:
Mannauðsstjórar eða mannauðsráðgjafar sviða útbúa beiðni til Verkefnastofu starfsmats og skrifstofustjóra á skrifstofu ráðninga og mönnunar hjá Mannauðs- og starfsþróunarsviði. Beiðnin inniheldur starfslýsingu, tillögu að starfsheiti, bráðabirgðaröðun út frá sambærilegum störfum og rökstuðning fyrir stofnun starfsins. Beiðni má finna á heimasíðu starfsmatsins sem og form fyrir starfslýsingu. Starfsmatsráðgjafar senda mannauðsstjórum sviða samþykkt um stofnun starfs og bráðabirgðaröðun.
Að 6 mánuðum lðnum fer starf í mat þar sem spurningalista er svarað af starfsmanni ásamt því að starfsmaður situr starfsmatsviðtal með yfirmanni og stéttarfélagsfulltrúa.