Nýtt mat
Þegar nýtt starf verður til er mjög mikilvægt að skilgreina strax í upphafi helstu kröfur, innhald og markmið starfsins í starfslýsingu. Starfsmaður þarf að hafa unnið að lágmarki í hálft ár í nýju starfi áður en hægt er að óska eftir starfsmati. Hægt er að óska eftir starfsmati í gegnum netfangið starfsmat@starfsmat.is
- Útfylltur spurningalisti frá starfsmanni/starfsmönnum
- Ný starfslýsing, dagsett og undirrituð af yfirmanni
Spurningalistann ásamt eyðublað fyrir starfslýsingu Reykjavíkurborg öðrum sveitarfélögum er hægt að nálgast hér fyrir neðan. Beiðni telst ófullnægjandi ef þessi gögn fylgja ekki með og verður vísað frá og hlutaðeigandi aðilum leiðbeint um ágalla á beiðni.
- Starfsmatsráðgjafar upplýsa viðkomandi stéttarfélag um að beiðni hafi borist.
- Starfsmatsráðgjafar taka ákvörðun um fjölda starfsmanna sem mæta í viðtöl út frá úrtaksreglum og fela tengiliðum í sveitarfélögum að boða starfsmenn á kynningarfund og í viðtöl.
- Þegar tillaga starfsmatsráðgjafa liggur fyrir er hún lögð fyrir starfsmatsnefnd / framkvæmdanefnd starfsmats til úrvinnslu og samþykktar.
- Niðurstaða nefndar er send til stéttarfélags og mannauðsstjóra sviðs / sveitarfélags sem ber að upplýsa starfsmann / starfsmenn og viðkomandi aðila um niðurstöðurnar.
Mat á starfi skal gilda frá þeim tíma sem starfið var stofnað. Hafi starf hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga verið tímabundið launasett hærra með bráðabirgðaröðun en niðurstaða starfsmats ber að lækka röðun starfsins til samræmis við niðurstöðuna. Sú lækkun tekur gildi þremur mánuðum eftir að niðurstaða berst sveitarfélagi.